91% þjóðarinnar hatar ykkur!
1.3.2013 | 00:14
Hverju svara þingmenn?
Hér getur þú séð hvaða þingmenn ætla að virða vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Þú getur einnig krafið þá um að gefa upp afstöðu sína.
Þjóðin greiddi atkvæði um nýja stjórnarskrá 20. október. Vilji yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda var skýr og afdráttarlaus.
(Nafn þitt og netfang er aðeins notað til að senda þingmönnum skilaboð ef þú það velur.)
Hópur sem kallar sig 20. október stendur að vefsíðu þar sem þennan texta er að finna í bláum kassa sem ómögulegt er að komast fram hjá nema samþykkja að vefsíðuhaldarar hafi aðgang að "your basic info og email address".
Því er það að ég fer ekki inn á þessa síðu - ég leyfi ekki aðgang að upplýsingum þó það sé tekið fram að upplýsingar séu aðeins notaðar kjósi ég að senda þingmönnum póst. Ég veit ekkert hvort við það verður staðið. Ég veit ekkert hvaða fólk það er sem stendur að baki vefsíðunni.
Sumir vina minna á Facebook hafa tekið þetta framtak 20. október sér til fyrirmyndar og hvetja vini sína á samskiptamiðlinum til að senda þingmönnum vefpóst. Á síðunni eru svo myndir af þingmönnum ásamt nafni, bloggslóð, vefsíðuslóð, póstfangi og símanúmeri.
Ég velti fyrir mér hvort aðilar sem að vefsíðunni standa, svo og þeir fjölmörgu sem hvetja aðra til að krefja þingmenn svara, kæri sig um að bera ábyrgð á ruddalegum vefpóstum sem síðuhaldara hafa sent á þingmenn að undanförnu. Vefpósti á borð við þennan:
Subject: Við bíðum eftir svari
Svaraðu spurningunni (nafn) um frumvarpið um nýju stjórnarskrána.
Þú sleppur ekki við að svara.
Nógu miklir skaðvaldar eruð þið okkur þjóðinni. 91% okkar hatar ykkur.
Vefpóstur sem sendur er í nafni einhvers sem ekki finnst í Þjóðskrá er nákvæmlega svona.
610 manns voru búnir að fara inn á síðuna síðast þegar ég vissi. Ætli þingmenn séu búnir að fá 610 pósta í gegnum hana. Hve margir þeirra ætli séu eins og þessi?
Í þessu sambandi má velta fyrir sér hvaða meining liggur að baki: Þú sleppur ekki við að svara. Er víst að allir 610 séu tilbúnir að skrifa undir yfirganginn og annað sem gerir tóninn í þessu bréfi svo ógeðfelldan?
p.s. Nöfn þingmanns og sendanda eru tekin út úr vefpóstinum sem vísað er til.
Athugasemdir
Best að ignora þessa rugludalla, þá gefast þeir upp fyrr. Makalaust þegar menn þykjast geta talað fyrir hönd þjóðarinnar allrar, líka þeirra sem ekki vildu kjósa um þessa dellu. Dæmigert fyrir félagshyggjufólk.
Viðar freyr (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.