Þingpönk og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þetta blogg er samansafn heimilda af vef Alþingis með öllum þingsályktunartillögum sem ég fann um þjóðaratkvæðagreiðslur vegna inngöngu í /viðræðna við /aðildar að Evrópusambandinu frá hruni og fram til síðasta sumarþings (ESB).

Samtals eru þingsályktunar- og breytingartillögurnar frá þessum tíma þar sem tilraunir til að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB til framkvæmda u.þ.b. 15 talsins. Ýmist hafa þær verið felldar í atkvæðagreiðslu, ekki komist á dagskrá þingsins eða dagað uppi í utanríkismálanefnd. Tillögur sem ekki komast á dagskrá þingsins eru á ábyrgð stjórnarflokka og þingforseta hvers tíma.

Efst í blogginu er fyrsta þingsályktunin er varðar þjóðaratkvæðagreiðslu. Næst á eftir kemur efni er varðar aðildarumsóknina sjálfa (þingsályktun og nefndarálit) og þar á eftir koma þingsályktunartillögur og breytingatillögur er varða þjóðaratkvæðagreiðslur frá mismunandi tímum og fleiri en einum og fleiri en tveimur flutningsmönnum.

Það er rétt að tala það fram að þetta er birt með fyrirvara þar sem gagnaöflunin var oft og tíðum flókin og fáar útskýringar fara eftir.

2008

Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu
79. mál þingsályktunartillaga 136. löggjafarþingi 2008—2009.

Útbýtingardagur 09.10.2008.
Þingskjal 79. 

Tillaga til þingsályktunar
um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Flutningsmaður: Birkir J. Jónsson

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram leynilega atkvæðagreiðslu allra þeirra sem kosningarrétt hafa við kosningar til Alþingis um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en í maí 2009. Ísland skal óska eftir viðræðum um aðild að sambandinu ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er á þann veg. Náist samkomulag um inngöngu Íslands í Evrópusambandið skal aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér
________________________________________________
 
2009 
 
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu
38. mál þingsályktunartillaga 137. löggjafarþingi 2009.
 Útbýtingardagur 25.05.2009.

 Tillaga til þingsályktunar 
um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 
Flutningsmaður Össur Skarphéðinsson. 

(Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)
________________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 249  —  38. mál.
Útbýtingardagur 09.07.2009.

um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.

Leggur meiri hlutinn til að tillagan verði samþykkt með svofelldri
BREYTINGU:

Tillögugreinin orðist svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.

Alþingi, 9. júlí 2009.

Árni Þór Sigurðsson,
form., frsm.
Valgerður Bjarnadóttir.
Helgi Hjörvar.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
með fyrirvara.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Birgitta Jónsdóttir,
með fyrirvara.

Meðferð málsins í nefndinni (má sjá í hlekk undir Nefndarálit).
 
SAMÞYKKT (52,4% Já, 42,9% Nei). Atkvæðagreiðslu má sjá hér
 

já:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
nei:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
greiðir ekki atkvæði:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir
 
blogg_249_2_1229072.jpg
 
Þingskjal 38. svo breytt.
16. júlí 2009  
SAMÞYKKT (52,4% Já, 44,4% Nei). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.

já:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
nei:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
greiðir ekki atkvæði:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir
 
blogg382.jpg 
______________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 255  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009. 

um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.
 
Alþingi, 9. júlí 2009.

Bjarni Benediktsson,

framsögumaður:
Þorgerður K. Gunnarsdóttir. 

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa (má sjá í hlekk undir "Nefndarálit
 
________________________________________________
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 256  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

við breytingartillögu á þingskjali 249 [Aðildarumsókn að Evrópusambandinu].

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar (BjarnB, ÞKG).

    1.  Í stað 1. málsl. efnisgreinarinnar komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 
    2.  Við bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Náist aðildarsamningur milli Íslands og Evrópusambandsins skal ríkisstjórnin þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildarsamningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni fenginni skal ríkisstjórnin efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning. 
 
FELLT (50,8% Nei, 47,6% Já). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.


já:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

nei:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

greiðir ekki atkvæði:
Birkir Jón Jónsson
 
 blogg2_2_1229002.jpg
 
 
Tvær atkvæðagreiðslur skráðar á þingskjal 256.
Önnur er merkt 256.1 og er hér að ofan. Hin er merkt 256.2 og er fyrir neðan þenna texta.
Fyrir neðan þá atkvæðagreiðslu er svo nefndarálit með breytingartillögu sem ég sé ekki hvar endaði.
 
FELLT (58,7% Nei, 41,3% Já). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.
 

já:
Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

nei:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
 blogg256_2_e_thingfl.jpg
 
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 255  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009. 
 
Nefndarálit
um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.
Bjarni Benediktsson,
framsögumaður:
Þorgerður K. Gunnarsdóttir. 

Tillaga 1. minni hluta nefndarinnar um breytt orðalag þingsályktunartillögunnar (sjá undir Niðurstaða og tillögur að breytingum):
 
Brott falli 1. málsl. tillögunnar en í hans stað komi þrír nýir málsliðir sem orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
 
Aftan við tillögutextann bætist við tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Náist aðildarsamningur milli Íslands og Evrópusambandsins skal ríkisstjórnin þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildarsamningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni fenginni skal ríkisstjórnin efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning.
 
________________________________________________
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 257  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

um tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 2. minni hluta utanríkismálanefndar.
 
________________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009. Önnur uppprentun.
Þskj. 266  —  38. mál.     Breyttur texti.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

við breytingartillögu á þingskjali 249 [Aðildarumsókn að Evrópusambandinu].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.
 
 Á eftir orðunum „Alþingi ályktar að“ komi (í stað orðalags í breytingartillögunni): Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá verði fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið verði opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði: (sjá nánar í hlekk á bak við "Breytingartillaga")
 
FELLT (54% Nei, 23,8% Já, 22,2% Greiðir ekki atkvæði). Atkvæðagreiðslu má sjá hér. 
 

já:
Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson, Margrét Tryggvadóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari

nei:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

greiðir ekki atkvæði:
Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
 
 thjo_aratk_blogg_skjal38_1228999.jpg
 _______________________________________________ 
 
2010  
 
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þingskjal 1337  —  669. mál.

Útbýtingadagur 14.06.2010

Tillaga til þingsályktunar
um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Flm.: Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Gunnar Bragi Sveinsson, Birgitta Jónsdóttir.

  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga". 
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér

________________________________________________ 
 
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þingskjal 93  —  88. mál. 
 
 Útbýtingardagur 19.10.2010.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins

88. mál þingsályktunartillaga 139. löggjafarþingi 2010—2011.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Birgitta Jónsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 
Pétur H. Blöndal, Árni Johnsen, Birgir Þórarinsson.

    Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

Greinargerð (má sjá undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 11.11.2010.
Tvær breytingatillögur eru gerðar: 

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þingskjal 406  —  88. mál.
Útbýtingardagur 06.12.2010. 

við tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

    Í stað orðanna „Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010“ í tillögugreininni komi: Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram ekki seinna en 28. maí 2011.
 ________________________________________________
 
2011 

139. löggjafarþing 2010–2011.Prentað upp.
Þingskjal 1041  —  88. mál. Breytt dagsetning.
Útbýtingardagur 15.03.2011. 

við till. til þál. um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

   1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. málsl. tillögugreinarinnar komi: innanríkisráðherra. 
   2. 2. málsl. tillögugreinarinnar orðist svo: Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 1. desember 2011. 
   3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: 
                Í samræmi við 1. mgr. 3. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, verði lögð fyrir landskjörstjórn til umsagnar eftirfarandi spurning sem leggja skal fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?“
 
Endir á ferli málsins. Sjá hér

________________________________________________ 
 
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 762  —  471. mál.
 
Útbýtingadagur 31.01.2011 
 
Tillaga til þingsályktunar
um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Flm.: Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson.

   Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 24.03.2011. Feril málsins má sjá hér.

________________________________________________ 
 
140. löggjafarþing 2011–2012.Prentað upp.
Þingskjal 39  —  39. mál. Tímasetning.

Útbýtingardagur 04.10.2011
 
Tillaga til þingsályktunar 
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Pétur H. Blöndal, Árni Johnsen.

    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 2012.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga" 
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 13.03.2012.
 
Tveim mánuðum síðar er málið enn í utanríkismálanefnd og flutningsmaður leggur fram breytingartillögu.
 ________________________________________________
 
2012 
 
Þingskjal 1312. 
 Útbýtingardagur 11.05.2012
við tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar-
og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

   Í stað orðanna „forsetakosningum 2012“ komi: þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.
 
Endir á ferli málsins. Sjá hér. 

________________________________________________ 
 
Vigdís Hauksdóttir leggur fram tvær breytingartillögur, um þjóðaratkvæðagreiðslu v/ESB.
 
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga
636. mál þingsályktunartillaga Þál. 37/140 140. löggjafarþingi 2011—2012.
 
 140. löggjafarþing 2011–2012.2. uppprentun.
Þingskjal 1028  —  636. mál.Form.
 
Útbýtingadagur 21.03.2012 

við breytingartillögu á þingskjali 1098 [Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 
um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

  Við 3. efnismálsgrein bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?
     *    Já.
     *    Nei.
________________________________________________
 
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1106  —  636. mál.

Útbýtingadagur 29.03.2012. 

við breytingartillögu á þingskjali 1098 [Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 
um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

    1.  Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skulu greidd atkvæði um það hvort  stjórnvöld eigi að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. 
    2.  Heiti tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um  tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd,  auk atkvæðagreiðslu um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
 
FELLT (54% Nei, 39,7% Já). Atkvæðagreiðsla hér.
   
já:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir
 
nei:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
fjarvist:
Árni Páll Árnason, Oddný G. Harðardóttir
 
fjarverandi:
Ólöf Nordal, Tryggvi Þór Herbertsson 
 
 blogg_vh1028_2.jpg
 
________________________________________________ 
 
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 24  —  24. mál.

Útbýtingadagur 13.09.2012

Tillaga til þingsályktunar 
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Árni Johnsen.

    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en komandi alþingiskosningar.
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Feril málsins má sjá hér

______________________________________________________ 
 
2013 
 
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1294  —  694. mál.
 
Útbýtingadagur 19.03.2013.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

    Alþingi ályktar að samhliða alþingiskosningum 27. apríl 2013, þó aldrei síðar en samhliða sveitarstjórnarkosningum árið 2014, fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort haldið skuli áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Svohljóðandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
 
    „Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
*    Já.
    *    Nei.“ 
 
 Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér.

________________________________________________
 
Ný stjórnarandstaða
 
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 8  —  8. mál.
 
Útbýtingardagur 11.06.2013.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna 
um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Flm.: Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir,
Oddný G. Harðardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 
Guðbjartur Hannesson, Kristján L. Möller.

  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem fram fari samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014.
  Jafnframt ályktar Alþingi að þær úttektir sem framkvæmdarvaldið hefur boðað á stöðu samninga og þróun innan Evrópusambandsins skuli unnar í samvinnu þings og ríkisstjórnar. Heimilt skal að kveðja til vinnunnar bæði erlenda og innlenda sérfræðinga. Niðurstöður úttektanna liggi fyrir 1. desember 2013 og verði þá þegar lagðar fram til umræðu á Alþingi og kynntar þjóðinni sameiginlega af Alþingi og ríkisstjórn til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu við sveitarstjórnarkosningarnar 2014.

Greinargerð (sjá í hlekk undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 25.06.2013. 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa greinargóðu og þörfu samantekt Addý.

Hér þarf ekki að velkjast í vafa um neitt.

Öllu til haga haldið í krónólógískri röð; annáll sem segir alla söguna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 02:03

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Frábært - þetta er svo viðamikið að ég er að hugsa um að sækja um rannsóknarstyrk - má setja þetta inn á Andlitsbókina ?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2014 kl. 02:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Addý, svo sannarlegal miklar pælingar og vinna hér á bak við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband