Meðmælendur með framboðslistum.

Þessi færsla er í beinu framhaldi af síðustu færslu, birt með fyrirvara um skekkjur þar sem ég er enginn stærðfræðingur. Í færslunni geng ég út frá því að um 13 framboð verði að ræða í næstu alþingiskosningum.
Tölur varðandi fjölda á kjörskrá eru miðaðar við kjörskrá þann 20.10.12

Reykjavík norður og suður:
11 þingsæti.
Á framboðslista: 22
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 330
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 440
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 4.290
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5.720

Reykjavík norður:
Á kjörskrá: 45.307
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur allra framboðslista: 9,5% - 12,6%

Reykjavík suður:
Á kjörskrá síðustu áramót: 45.073
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 9,5% - 12,7%

Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi: 10 þingsæti.
Á framboðslista: 20
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 300
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 400
Lágmarksfjöldi meðmælanda með 13 framboðum: 3900
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5200

Suðurkjördæmi:
Á kjörskrá: 33.551
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 11,6% - 15,5%

Norðausturkjördæmi:
Á kjörskrá: 29.028
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 13,4% - 17,9%

Suðvesturkjördæmi: 13 þingsæti.
Á framboðslista: 26
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 390
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 520
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5070
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 6760 
Á kjörskrá síðustu áramót: 62.576
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 8,1 % - 10,8 %

Norðvesturkjördæmi: 8 þingsæti.
Á framboðslista: 16
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 240
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 320
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 3120
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 4160
Á kjörskrá: 21.409
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 14,6% - 19,4%

Samanlagður fjöldi meðmælenda á landsvísu, eitt framboð:
Lágmark - 1.890
Hámark -  2.520 

Samanlagður fjöldi meðmælenda á landsvísu, 13 framboð:
Lágmark - 24.570
Hámark - 32.760

Á kjörskrá: 236.944

Samanlagður fjöldi frambjóðenda á landsvísu:
Eitt framboð - 126
13 framboð - 1.638

Eins og sjá má verður álag á almenning á milli kjördæma mismikið. Mér þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að fólk í Norðvesturkjördæmi verði orðið ansi þreytt á spurningunni um hvort viðkomandi vilji mæla með framboði.

Þess ber að geta að hver og einn má aðeins mæla með einu framboði og frambjóðendur mega ekki mæla með neinu framboði.

Í ljósi þessara talna er svo gaman að velta því fyrir sér hversu margir sitja í kjördæmaráðum og uppstillingarnefndum fyrir 13 framboð. Eða hversu stórt hlutfall þjóðarinnar situr í stjórnum og ráðum stjórnmálaflokka.

Sé miðað við t.d. 5 manns í kjördæmaráð fyrir hvern flokk er um að ræða 390 manns.

Svona í restina get ég ekki sleppt því að nefna að samkvæmt fundargerð Dögunar er ætlunin að safna 400 meðmælendum í hverju kjördæmi. Það er undarlegt í ljósi þess að það er langt umfram það sem þarf í Norðvesturkjördæmi og að mínu áliti allt of tæpt í Suðvesturkjördæmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband