Þingpönk og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þetta blogg er samansafn heimilda af vef Alþingis með öllum þingsályktunartillögum sem ég fann um þjóðaratkvæðagreiðslur vegna inngöngu í /viðræðna við /aðildar að Evrópusambandinu frá hruni og fram til síðasta sumarþings (ESB).

Samtals eru þingsályktunar- og breytingartillögurnar frá þessum tíma þar sem tilraunir til að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB til framkvæmda u.þ.b. 15 talsins. Ýmist hafa þær verið felldar í atkvæðagreiðslu, ekki komist á dagskrá þingsins eða dagað uppi í utanríkismálanefnd. Tillögur sem ekki komast á dagskrá þingsins eru á ábyrgð stjórnarflokka og þingforseta hvers tíma.

Efst í blogginu er fyrsta þingsályktunin er varðar þjóðaratkvæðagreiðslu. Næst á eftir kemur efni er varðar aðildarumsóknina sjálfa (þingsályktun og nefndarálit) og þar á eftir koma þingsályktunartillögur og breytingatillögur er varða þjóðaratkvæðagreiðslur frá mismunandi tímum og fleiri en einum og fleiri en tveimur flutningsmönnum.

Það er rétt að tala það fram að þetta er birt með fyrirvara þar sem gagnaöflunin var oft og tíðum flókin og fáar útskýringar fara eftir.

2008

Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu
79. mál þingsályktunartillaga 136. löggjafarþingi 2008—2009.

Útbýtingardagur 09.10.2008.
Þingskjal 79. 

Tillaga til þingsályktunar
um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Flutningsmaður: Birkir J. Jónsson

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram leynilega atkvæðagreiðslu allra þeirra sem kosningarrétt hafa við kosningar til Alþingis um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en í maí 2009. Ísland skal óska eftir viðræðum um aðild að sambandinu ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er á þann veg. Náist samkomulag um inngöngu Íslands í Evrópusambandið skal aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér
________________________________________________
 
2009 
 
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu
38. mál þingsályktunartillaga 137. löggjafarþingi 2009.
 Útbýtingardagur 25.05.2009.

 Tillaga til þingsályktunar 
um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 
Flutningsmaður Össur Skarphéðinsson. 

(Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)
________________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 249  —  38. mál.
Útbýtingardagur 09.07.2009.

um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.

Leggur meiri hlutinn til að tillagan verði samþykkt með svofelldri
BREYTINGU:

Tillögugreinin orðist svo:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.

Alþingi, 9. júlí 2009.

Árni Þór Sigurðsson,
form., frsm.
Valgerður Bjarnadóttir.
Helgi Hjörvar.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
með fyrirvara.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Birgitta Jónsdóttir,
með fyrirvara.

Meðferð málsins í nefndinni (má sjá í hlekk undir Nefndarálit).
 
SAMÞYKKT (52,4% Já, 42,9% Nei). Atkvæðagreiðslu má sjá hér
 

já:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
nei:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
greiðir ekki atkvæði:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir
 
blogg_249_2_1229072.jpg
 
Þingskjal 38. svo breytt.
16. júlí 2009  
SAMÞYKKT (52,4% Já, 44,4% Nei). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.

já:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
nei:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
greiðir ekki atkvæði:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir
 
blogg382.jpg 
______________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 255  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009. 

um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.
 
Alþingi, 9. júlí 2009.

Bjarni Benediktsson,

framsögumaður:
Þorgerður K. Gunnarsdóttir. 

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa (má sjá í hlekk undir "Nefndarálit
 
________________________________________________
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 256  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

við breytingartillögu á þingskjali 249 [Aðildarumsókn að Evrópusambandinu].

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar (BjarnB, ÞKG).

    1.  Í stað 1. málsl. efnisgreinarinnar komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 
    2.  Við bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Náist aðildarsamningur milli Íslands og Evrópusambandsins skal ríkisstjórnin þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildarsamningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni fenginni skal ríkisstjórnin efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning. 
 
FELLT (50,8% Nei, 47,6% Já). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.


já:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

nei:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

greiðir ekki atkvæði:
Birkir Jón Jónsson
 
 blogg2_2_1229002.jpg
 
 
Tvær atkvæðagreiðslur skráðar á þingskjal 256.
Önnur er merkt 256.1 og er hér að ofan. Hin er merkt 256.2 og er fyrir neðan þenna texta.
Fyrir neðan þá atkvæðagreiðslu er svo nefndarálit með breytingartillögu sem ég sé ekki hvar endaði.
 
FELLT (58,7% Nei, 41,3% Já). Atkvæðagreiðslu má sjá hér.
 

já:
Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari

nei:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
 blogg256_2_e_thingfl.jpg
 
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 255  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009. 
 
Nefndarálit
um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.
Bjarni Benediktsson,
framsögumaður:
Þorgerður K. Gunnarsdóttir. 

Tillaga 1. minni hluta nefndarinnar um breytt orðalag þingsályktunartillögunnar (sjá undir Niðurstaða og tillögur að breytingum):
 
Brott falli 1. málsl. tillögunnar en í hans stað komi þrír nýir málsliðir sem orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
 
Aftan við tillögutextann bætist við tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Náist aðildarsamningur milli Íslands og Evrópusambandsins skal ríkisstjórnin þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildarsamningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni fenginni skal ríkisstjórnin efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning.
 
________________________________________________
 
137. löggjafarþing 2009.
Þingskjal 257  —  38. mál.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

um tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Frá 2. minni hluta utanríkismálanefndar.
 
________________________________________________ 
 
137. löggjafarþing 2009. Önnur uppprentun.
Þskj. 266  —  38. mál.     Breyttur texti.
Útbýtingardagur 10.07.2009.

við breytingartillögu á þingskjali 249 [Aðildarumsókn að Evrópusambandinu].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.
 
 Á eftir orðunum „Alþingi ályktar að“ komi (í stað orðalags í breytingartillögunni): Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá verði fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið verði opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði: (sjá nánar í hlekk á bak við "Breytingartillaga")
 
FELLT (54% Nei, 23,8% Já, 22,2% Greiðir ekki atkvæði). Atkvæðagreiðslu má sjá hér. 
 

já:
Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson, Margrét Tryggvadóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari

nei:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

greiðir ekki atkvæði:
Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
 
 thjo_aratk_blogg_skjal38_1228999.jpg
 _______________________________________________ 
 
2010  
 
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þingskjal 1337  —  669. mál.

Útbýtingadagur 14.06.2010

Tillaga til þingsályktunar
um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Flm.: Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Gunnar Bragi Sveinsson, Birgitta Jónsdóttir.

  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga". 
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér

________________________________________________ 
 
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þingskjal 93  —  88. mál. 
 
 Útbýtingardagur 19.10.2010.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins

88. mál þingsályktunartillaga 139. löggjafarþingi 2010—2011.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Birgitta Jónsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 
Pétur H. Blöndal, Árni Johnsen, Birgir Þórarinsson.

    Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

Greinargerð (má sjá undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 11.11.2010.
Tvær breytingatillögur eru gerðar: 

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þingskjal 406  —  88. mál.
Útbýtingardagur 06.12.2010. 

við tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

    Í stað orðanna „Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010“ í tillögugreininni komi: Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram ekki seinna en 28. maí 2011.
 ________________________________________________
 
2011 

139. löggjafarþing 2010–2011.Prentað upp.
Þingskjal 1041  —  88. mál. Breytt dagsetning.
Útbýtingardagur 15.03.2011. 

við till. til þál. um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

   1. Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. málsl. tillögugreinarinnar komi: innanríkisráðherra. 
   2. 2. málsl. tillögugreinarinnar orðist svo: Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 1. desember 2011. 
   3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: 
                Í samræmi við 1. mgr. 3. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, verði lögð fyrir landskjörstjórn til umsagnar eftirfarandi spurning sem leggja skal fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?“
 
Endir á ferli málsins. Sjá hér

________________________________________________ 
 
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 762  —  471. mál.
 
Útbýtingadagur 31.01.2011 
 
Tillaga til þingsályktunar
um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Flm.: Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson.

   Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 24.03.2011. Feril málsins má sjá hér.

________________________________________________ 
 
140. löggjafarþing 2011–2012.Prentað upp.
Þingskjal 39  —  39. mál. Tímasetning.

Útbýtingardagur 04.10.2011
 
Tillaga til þingsályktunar 
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason,
Pétur H. Blöndal, Árni Johnsen.

    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 2012.

Greinargerð (má sjá í hlekk undir "Tillaga" 
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 13.03.2012.
 
Tveim mánuðum síðar er málið enn í utanríkismálanefnd og flutningsmaður leggur fram breytingartillögu.
 ________________________________________________
 
2012 
 
Þingskjal 1312. 
 Útbýtingardagur 11.05.2012
við tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar-
og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

   Í stað orðanna „forsetakosningum 2012“ komi: þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.
 
Endir á ferli málsins. Sjá hér. 

________________________________________________ 
 
Vigdís Hauksdóttir leggur fram tvær breytingartillögur, um þjóðaratkvæðagreiðslu v/ESB.
 
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga
636. mál þingsályktunartillaga Þál. 37/140 140. löggjafarþingi 2011—2012.
 
 140. löggjafarþing 2011–2012.2. uppprentun.
Þingskjal 1028  —  636. mál.Form.
 
Útbýtingadagur 21.03.2012 

við breytingartillögu á þingskjali 1098 [Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 
um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

  Við 3. efnismálsgrein bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?
     *    Já.
     *    Nei.
________________________________________________
 
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1106  —  636. mál.

Útbýtingadagur 29.03.2012. 

við breytingartillögu á þingskjali 1098 [Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 
um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.

    1.  Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skulu greidd atkvæði um það hvort  stjórnvöld eigi að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. 
    2.  Heiti tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um  tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd,  auk atkvæðagreiðslu um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
 
FELLT (54% Nei, 39,7% Já). Atkvæðagreiðsla hér.
   
já:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Mósesdóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir
 
nei:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson
 
fjarvist:
Árni Páll Árnason, Oddný G. Harðardóttir
 
fjarverandi:
Ólöf Nordal, Tryggvi Þór Herbertsson 
 
 blogg_vh1028_2.jpg
 
________________________________________________ 
 
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 24  —  24. mál.

Útbýtingadagur 13.09.2012

Tillaga til þingsályktunar 
um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Árni Johnsen.

    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en komandi alþingiskosningar.
 
Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Feril málsins má sjá hér

______________________________________________________ 
 
2013 
 
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1294  —  694. mál.
 
Útbýtingadagur 19.03.2013.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins.

Flm.: Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

    Alþingi ályktar að samhliða alþingiskosningum 27. apríl 2013, þó aldrei síðar en samhliða sveitarstjórnarkosningum árið 2014, fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort haldið skuli áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Svohljóðandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni:
 
    „Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
*    Já.
    *    Nei.“ 
 
 Málið komst ekki á dagskrá þingsins. Ferilinn má sjá hér.

________________________________________________
 
Ný stjórnarandstaða
 
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 8  —  8. mál.
 
Útbýtingardagur 11.06.2013.

Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna 
um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Flm.: Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir,
Oddný G. Harðardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 
Guðbjartur Hannesson, Kristján L. Möller.

  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem fram fari samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014.
  Jafnframt ályktar Alþingi að þær úttektir sem framkvæmdarvaldið hefur boðað á stöðu samninga og þróun innan Evrópusambandsins skuli unnar í samvinnu þings og ríkisstjórnar. Heimilt skal að kveðja til vinnunnar bæði erlenda og innlenda sérfræðinga. Niðurstöður úttektanna liggi fyrir 1. desember 2013 og verði þá þegar lagðar fram til umræðu á Alþingi og kynntar þjóðinni sameiginlega af Alþingi og ríkisstjórn til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu við sveitarstjórnarkosningarnar 2014.

Greinargerð (sjá í hlekk undir "Tillaga")
 
Málið gekk til utanríkismálanefndar 25.06.2013. 

Flökkusaga um tiltekt innan Sjálfstæðisflokksins.

Lítil frétt af starfi Sjálfstæðisflokksins vakti athygli mína í vikunni.
Ekki vegna þess sem skrifað var í fréttinni heldur vegna þess sem ekki var skrifað.

Ég á mikið af vinum í Sjálfstæðisflokknum og þar sem í fréttinni er minnst á mann sem ég þekki fannst mér rétt að athuga hvort tilfinning mín, um að ef til vill væri um stærri frétt að ræða, væri rétt. Hann var og þögull sem gröfin.
Þögnin sagði mér aðeins eitt - að meira byggi að baki en fréttin gæfi til kynna.

Ég hóf að spyrjast fyrir og í stuttu máli bar heimildarmönnum mínum öllum saman um það að um aðför gegn ESB-andstæðingum innan flokksins væri ræða. Jafnvel þó um flökkusögu sé að ræða finnst mér rétt að opinbera hana. Einkum vegna þess að mér finnst um persónulegar, ómaklegar og óheiðarlegar aðfarir að ræða. Sé um valdabaráttu að ræða innan Sjálfstæðisflokksins er gott að skoða hvernig völdum er farið í lögum flokksins.

"Um landsfund
7. gr.
Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans."
 
"8. gr.
Landsfundur skal haldinn annað hvert ár. Miðstjórn boðar og undirbýr landsfund. Heimilt er að boða til lands-fundar oftar ef miðstjórn telur brýna þörf krefja."

Síðasti landsfundur var haldinn í febrúar 2013 og ætti því næsti landsfundur að vera haldinn í febrúar á næsta ári . Þó er ekki útilokað að huglægt mat miðstjórnarmanna á túlkun 8. greinar, um brýna þörf kalli á landsfund fyrir þann tíma.

Setu á landsfundi eiga ýmsir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

"9. gr. Landsfundargögn, þ.á m. drög að landsfundarályktunum skulu vera tilbúin a.m.k. mánuði fyrir landsfund. Afhendir miðstjórn kjörgögn til þeirra, sem rétt eiga til setu á landsfundi, samkvæmt skriflegri yfirlýsingu formanns viðkomandi sjálfstæðisfélags, þess efnis, að fulltrúinn sé fullgildur til þátttöku á landsfundi, sbr. 8. gr.

Um val landsfundarfulltrúa gildir eftirfarandi:
I. Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins, þannig:
a. Hvert kjördæmi hefur rétt til að velja þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins í síðustu alþingiskosningum í því kjördæmi og helmingsbrot þeirrar tölu eða meira.
b. Hvert sjálfstæðisfélag (ekki fulltrúaráð) hefur rétt til að velja þrjá fulltrúa á landsfund. Þegar í sjálfstæðisfélagi eru 200 fullgildir félagsmenn samkvæmt 35. gr. hefur það rétt til að velja fjóra fulltrúa og að auki einn fyrir hverja 200 fullgilda félagsmenn umfram þá tölu eða helmingsbrot hennar eða meira. Miða skal við fjölda fullgildra félagsmanna samkvæmt félagatali aðalfundar síðasta starfsárs á undan aðalfundi.

II. Kjördæmisstjórn skiptir þeim fjölda landsfundarfulltrúa, sem kjósa á eftir kjörfylgi flokksins, á milli fulltrúaráðs-umdæma eða félagssvæða, ef fulltrúaráð er ekki starfandi í umdæmi, í sem
nánustu samræmi við fylgi flokksins á hverjum stað. Verði ágreiningur um þessa skiptingu skal miðað við tölur fullgildra félaga í sjálfstæðisfélögum í hverju umdæmi á aðalfundi síðasta starfsárs fyrir landsfund. Vilji fulltrúaráð eða félag í umdæmi án fulltrúaráðs ekki una ákvörðun kjördæmisstjórnar, getur það krafist fundar í kjördæmisráði, sem hefur endanlegt úrskurðarvald um málið.

III. Ef stjórnir allra sjálfstæðisfélaga í sama fulltrúaráðsumdæmi gera samkomulag um skiptingu landsfundarfulltrúa samkvæmt kjörfylgi sín á milli, er fulltrúaráðsstjórn heimilt að fela þeim kosningu þeirra fulltrúa, allra eða að hluta, sem kjördæmisstjórn hefur úthlutað fulltrúaráðsumdæminu. Ef samkomulag næst ekki má skjóta ágreiningi um skiptingu fulltrúanna til fulltrúaráðsstjórnar og áfram til endanlegs úrskurðar kjördæmisstjórnar. Félög í umdæmi án fulltrúaráðs geta skotið ágreiningi um skiptingu landsfundarfulltrúa til endanlegs úrskurðar stjórnar kjördæmisráðs.

IV. Hvert sjálfstæðisfélag kýs þá landsfundarfulltrúa er því samkvæmt lið i. er heimilt að velja, en fulltrúaráðin velja þá landsfundarfulltrúa, sem kjósa á eftir kjörfylgi flokksins, að því marki, sem þau hafa ekki falið sjálfstæðisfélögum kosningu þeirra, sbr. Lið iii.
Kosning landsfundarfulltrúa skal ávallt fara fram á almennum fulltrúaráðs- eða félagsfundum og skal kosning-anna getið í fundarboði. Kosningarrétt og kjörgengi hafa aðeins fullgildir félagsmenn.

V. Skylt er félagi eða fulltrúaráði að kjósa á sama hátt og segir í lið iv. hæfilega marga varamenn landsfundarfull-trúa, sem taka sæti á landsfundi í forföllum aðalmanna þeirri röð, sem kosning þeirra segir til um. Stjórn kjördæmisráðs sker endanlega úr um fjölda varamanna fyrir hvert fulltrúaráð og/eða félag.

VI. Flokksráðsmenn eiga rétt til setu á landsfundi með fulltrúaréttindum. Varamenn flokksráðsmanna samkvæmt 13. gr. 2. mgr. taka sæti á landsfundi í forföllum aðalmanna."

Miðað við lög flokksins er töluvert mikilvægt að eiga sæti í hinum ýmsu félögum innan Sjálfstæðisflokksins til að eiga rétt á setu á landsfundi og hafa þar með atkvæðisrétt á landsfundinum. 

Ef heimildarmenn mínir hafa rétt fyrir sér um það að litla fréttin, sem ég las á dögunum, segi í raun frá upphafi aðfara gegn öllum ESB-andstæðingum innan flokksins þá er allt sem bendir til þess að til standi að útiloka þá frá setu og atkvæðisrétti á næsta landsfundi. Í þessu samhengi er rétt að líta á ályktun Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi um Evrópusambandsmál. 

"Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." 

Það er alls ekki ólíklegt að tilgáta heimildarmanna minna þess efnis að "tiltektin" innan flokksins sé gerð til að ná völdum í flokknum og hafa áhrif á málefnastefnu á landsfundi. Sé afstaða þeirra einstaklinga, sem nú þegar eiga í vanda innan flokksins svo og þeirra sem hafa verið nefndir í mín eyru að verði næstu fórnarlömb valdaklíkunnar, skoðuð er heldur ekki útilokað að tilgáta heimildarmannanna um aðför gegn ESB-andstæðingum sé rétt.

Meðal þess sem haldið var fram við mig er að lekamál Hönnu Birnu í Innanríkisráðuneytinu sé haldið við af þeim hópi sem nú fer gegn Ólafi Inga Hrólfssyni sem nefndur er í fréttinni sem ég vísaði til hér í upphafi. Athyglisvert er að skoða í því samhengi umræður á Alþingi um mál Hönnu Birnu og hvernig Hanna Birna hefur staðið nánast ein til andsvara í þeirri umræðu. Ég get ekki séð að samflokksmenn hennar hafi sýnt henni neinn stuðning ef frá er talin Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Það þarf ekki að vafra lengi til að sjá hver afstaða Hönnu Birnu er gagnvart Evrópusambandinu. Ég veit líka fyrir víst hver afstaða Ólafs Inga er í sama máli. Hún er samhljóma afstöðu Hönnu Birnu.

Heimildarmenn mínir halda því fram að næstur "undir fallöxi" valdaklíkunnar sé maður að nafni Óttar Örn Guðlaugsson. Mér tekst ekki að finna heimildir á vefnum um afstöðu hans til Evrópusambandsins en samkvæmt því sem mér er sagt er hann sömu skoðunar og Ólafur Ingi og Hanna Birna.

Ég spyr mig svo að því hvaða valdamenn innan Sjálfstæðisflokksins gætu verið að beita sér í þessum "hreinsunum" innan flokksins en af því að nafn Illuga Gunnarssonar var nefnt við mig í því samhengi ákvað ég að fá frekari stuðning af vafri á netinu. Eitt af því sem það skilaði mér var þessi sex ára frétt um þáverandi afstöðu þeirra Illuga Gunnarssonar, núverandi menntamálaráðherra og Bjarna Benediktssonar, núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu.

"Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Ég verð að viðurkenna að sé flökkusagan rétt er útlit fyrir að hér sé um sérlega klóka aðgerð að ræða. Aðgerð sem auðveldlega getur umbylt öllu á stjórnmálasviðinu með einni landsfundarályktun. Aðgerð sem getur kúvent þeirri niðurstöðu síðustu alþingiskosninga að meirihluti sitjandi þingmanna væri á móti Evrópusambandsaðild. Aðgerð sem getur komið Evrópusambandssinnum aftur til valda á Alþingi í gegn um tvo stóra flokka og einn eða fleiri minni til vara. Stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar hefði ekkert vægi ef þannig færi að þessi leikflétta næði fram að ganga.

Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur sýnt að hann tekur ályktanir flokksins alvarlega og vinnur eftir þeim ályktunum jafnvel þó skoðun hans sé í andstöðu við ályktun landsfundar. Það vekur sannarlega athygli að ekki er annað að sjá en tengdasonur hans sé þátttakandi í þeirri tiltekt sem hyllir undir í flokknum en þessi grundvöllur liggur að því sem snýr að opinberri afstöðu hans í málaflokknum innan núverandi ríkisstjórnar:

"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Sé eitthvað að marka orð götunar er spurning hvernig þetta mál muni fara með Sjálfstæðisflokkinn og stjórnarsamstarfið. Er Sjálfstæðisflokkurinn að stefna í stóran klofning? Er Sjálfstæðisflokkurinn að stefna í stjórnarslit núverandi stjórnar fyrir nýtt ástarsamband með Samfylkingu og Bjarta framtíð?

Það er spurning hvort þau innherjavíg sem eru að eiga sér stað innan flokksins sé skýringin á bak við þann gríðarlega fylgismun sem hefur verið að mælast á fylgi flokksins í Reykjavík annars vegar og öðrum sveitafélögum hins vegar.
Í Reykjavík mælist flokkurinn ekki með nema 25% fylgi samkvæmt síðustu skoðanakönnunum á meðan fylgi hans fer hæst í 62,2% eða í Vestmannaeyjum.

Yfirlestur var í höndum Rakelar Sigurgeirsdóttur.

91% þjóðarinnar hatar ykkur!

Hverju svara þingmenn?

Þjóðin greiddi atkvæði um nýja stjórnarskrá 20. október. Vilji yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda var skýr og afdráttarlaus.

Hér getur þú séð hvaða þingmenn ætla að virða vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Þú getur einnig krafið þá um að gefa upp afstöðu sína.
(Nafn þitt og netfang er aðeins notað til að senda þingmönnum skilaboð ef þú það velur.)


Hópur sem kallar sig 20. október stendur að vefsíðu þar sem þennan texta er að finna í bláum kassa sem ómögulegt er að komast fram hjá nema samþykkja að vefsíðuhaldarar hafi aðgang að "your basic info og email address".

Því er það að ég fer ekki inn á þessa síðu - ég leyfi ekki aðgang að upplýsingum þó það sé tekið fram að upplýsingar séu aðeins notaðar kjósi ég að senda þingmönnum póst. Ég veit ekkert hvort við það verður staðið. Ég veit ekkert hvaða fólk það er sem stendur að baki vefsíðunni. 

Sumir vina minna á Facebook hafa tekið þetta framtak 20. október sér til fyrirmyndar og hvetja vini sína á samskiptamiðlinum til að senda þingmönnum vefpóst. Á síðunni eru svo myndir af þingmönnum ásamt nafni, bloggslóð, vefsíðuslóð, póstfangi og símanúmeri. 

Ég velti fyrir mér hvort aðilar sem að vefsíðunni standa, svo og þeir fjölmörgu sem hvetja aðra til að krefja þingmenn svara, kæri sig um að bera ábyrgð á ruddalegum vefpóstum sem síðuhaldara hafa sent á þingmenn að undanförnu. Vefpósti á borð við þennan:

Subject: Við bíðum eftir svari
Svaraðu spurningunni (nafn) um frumvarpið um nýju stjórnarskrána.
Þú sleppur ekki við að svara.
Nógu miklir skaðvaldar eruð þið okkur þjóðinni. 91% okkar hatar ykkur.

Vefpóstur sem sendur er í nafni einhvers sem ekki finnst í Þjóðskrá er nákvæmlega svona.

610 manns voru búnir að fara inn á síðuna síðast þegar ég vissi.  Ætli þingmenn séu búnir að fá 610 pósta í gegnum hana. Hve margir þeirra ætli séu eins og þessi?

Í þessu sambandi má velta fyrir sér hvaða meining liggur að baki: „Þú sleppur ekki við að svara.“ Er víst að allir 610 séu tilbúnir að skrifa undir yfirganginn og annað sem gerir tóninn í þessu bréfi svo ógeðfelldan?

p.s. Nöfn þingmanns og sendanda eru tekin út úr vefpóstinum sem vísað er til.


Meðmælendur með framboðslistum.

Þessi færsla er í beinu framhaldi af síðustu færslu, birt með fyrirvara um skekkjur þar sem ég er enginn stærðfræðingur. Í færslunni geng ég út frá því að um 13 framboð verði að ræða í næstu alþingiskosningum.
Tölur varðandi fjölda á kjörskrá eru miðaðar við kjörskrá þann 20.10.12

Reykjavík norður og suður:
11 þingsæti.
Á framboðslista: 22
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 330
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 440
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 4.290
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5.720

Reykjavík norður:
Á kjörskrá: 45.307
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur allra framboðslista: 9,5% - 12,6%

Reykjavík suður:
Á kjörskrá síðustu áramót: 45.073
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 9,5% - 12,7%

Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi: 10 þingsæti.
Á framboðslista: 20
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 300
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 400
Lágmarksfjöldi meðmælanda með 13 framboðum: 3900
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5200

Suðurkjördæmi:
Á kjörskrá: 33.551
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 11,6% - 15,5%

Norðausturkjördæmi:
Á kjörskrá: 29.028
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 13,4% - 17,9%

Suðvesturkjördæmi: 13 þingsæti.
Á framboðslista: 26
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 390
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 520
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 5070
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 6760 
Á kjörskrá síðustu áramót: 62.576
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 8,1 % - 10,8 %

Norðvesturkjördæmi: 8 þingsæti.
Á framboðslista: 16
Meðmæli með framboðslista að lágmarki: 240
Meðmæli með framboðslista að hámarki: 320
Lágmarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 3120
Hámarksfjöldi meðmælenda með 13 framboðum: 4160
Á kjörskrá: 21.409
Prósentuhlutfall - kjörskrá/meðmælendur: 14,6% - 19,4%

Samanlagður fjöldi meðmælenda á landsvísu, eitt framboð:
Lágmark - 1.890
Hámark -  2.520 

Samanlagður fjöldi meðmælenda á landsvísu, 13 framboð:
Lágmark - 24.570
Hámark - 32.760

Á kjörskrá: 236.944

Samanlagður fjöldi frambjóðenda á landsvísu:
Eitt framboð - 126
13 framboð - 1.638

Eins og sjá má verður álag á almenning á milli kjördæma mismikið. Mér þykir liggja nokkuð ljóst fyrir að fólk í Norðvesturkjördæmi verði orðið ansi þreytt á spurningunni um hvort viðkomandi vilji mæla með framboði.

Þess ber að geta að hver og einn má aðeins mæla með einu framboði og frambjóðendur mega ekki mæla með neinu framboði.

Í ljósi þessara talna er svo gaman að velta því fyrir sér hversu margir sitja í kjördæmaráðum og uppstillingarnefndum fyrir 13 framboð. Eða hversu stórt hlutfall þjóðarinnar situr í stjórnum og ráðum stjórnmálaflokka.

Sé miðað við t.d. 5 manns í kjördæmaráð fyrir hvern flokk er um að ræða 390 manns.

Svona í restina get ég ekki sleppt því að nefna að samkvæmt fundargerð Dögunar er ætlunin að safna 400 meðmælendum í hverju kjördæmi. Það er undarlegt í ljósi þess að það er langt umfram það sem þarf í Norðvesturkjördæmi og að mínu áliti allt of tæpt í Suðvesturkjördæmi.

 


Tvær konur og önnur í framboðsfríi.

Í dag las ég frétt um að fyrirhuguð væri stofnun á enn einum stjórnmálaflokkinum. Með fréttinni voru myndir af fjórum karlmönnum.
Í gær rakst ég á síðu á Facebook og yfirlýsingu á síðunni um að sama dag hafi verið skilað inn umsókn um listabókstaf. Þá voru á síðuna skráðir 39 karlar og 2 konur.

Eftir upplýsingaleit á vefnum tók ég eftirfarandi saman.

Þessir ætla í framboð:

1. Vinstri grænir - V listi
Steingrímur J. Sigfússon, formaður.
http://www.vg.is/folkid/stjorn/
Heimasíða: http://www.vg.is/

2. Samfylkingin - S listi
Árni Páll Árnason, formaður.
http://www.samfylkingin.is/Flokkurinn/Stj%C3%B3rnir_flokksins
Heimasíða: http://www.samfylkingin.is/ 

3. Framsóknarflokkur - B listi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður.
http://www.framsokn.is/Folkid/Landsstjorn
Heimasíða: http://www.framsokn.is/

4. Sjálfstæðisflokkur - D listi
Bjarni Benidiktsson, formaður.
http://www.xd.is/folkid/midstjorn-og-flokksrad/
Heimasíða: http://www.xd.is/ 

5. Dögun - T listi
Flatur strúktúr, enginn skráður formaður eða "formaður".
Heimasíða: http://www.xdogun.is/
 - Frjálslyndi flokkurinn - F listi
   Sigurjón Þórðarson, formaður.
   Heimasíða: http://xf.is/
 - Hreyfingin - enginn listabókstafur, var Borgarahreyfingin O listi
   Þór Saari, "formaður".
   http://www.hreyfingin.is/frettir/281-tingmenn-hreyfingarinnar-spara-altingi-milljonir-i-launakostnae.html
   Heimasíða: http://www.hreyfingin.is/

6. Björt framtíð - A listi
Guðmundur Steingrímsson, formaður.
http://www.bjortframtid.is/um-bjarta-framtid/stjorn/
Heimasíða: http://www.bjortframtid.is/ 

7. Hægri grænir - G listi
Guðmundur Franklin, formaður.
http://www.afram-island.is/flokkurinn/folkid/
(Athyglisvert að það eru 8 meðstjórnendur í flokkstjórn - allt karlmenn.)
Heimasíða: http://www.afram-island.is/

8. Húmanistaflokkurinn - H listi
Júlíus K Valdimarsson.
Methúsalem Þórisson.
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6011840529
https://www.facebook.com/pages/H%C3%BAmanistaflokkurinn/200634836628989?sk=info
Uppgefin símanúmer á facebooksíðu eru skráð á Júlíus og Methúsalem.
Heimasíða: http://www.internationalhumanistparty.org/ 

9. Lýðveldisflokkurinn, ekki kominn með listabókstaf en umsókn í ferli - I eða Z listi
https://www.facebook.com/groups/116816961688220/permalink/493919747311271/
Kristján Snorri Ingólfsson.
Hjörleifur Árnason.
Þórarinn Þórarinsson.
Eyjólfur Vestmann Ingólfsson.
https://www.facebook.com/groups/116816961688220/permalink/324583327578248/ 

10. Lýðræðisvaktin - ekki kominn með listabókstaf:
Þorvaldur Gylfason.
Lýður Árnason.
Örn Bárður Jónsson.
Pétur Gunnlaugsson.
http://www.dv.is/frettir/2013/2/15/stjornlagaradsmenn-stofna-lydraedisvaktina/

11. Pirata flokkurinn - ekki kominn með listabókstaf.
Birgitta Jónsdóttir.
http://m.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/25/birgitta_formadur_pirata/
Heimasíða: http://www.piratar.is/

12. Alþýðufylkingin - ekki kominn með listabókstaf, umsókn í ferli, listabókstafur R.
Stofnandi og í bráðabirgðastjórn, Þorvaldur Þorvaldsson.
http://www.althydufylkingin.blogspot.com/2013/01/alyufylkingin-skir-um-listabokstaf.html
Heimasíða: http://www.althydufylkingin.blogspot.com/

 13. Landsbyggðarflokkurinn - ekki kominn með listabókstaf.
Magnús Hávarðarson stofnandi/talsmaður.
http://www.landsbyggdin.is/#about
Heimasíða: http://www.landsbyggdin.is/

 8 einstaklingsframboð.
Sturla Jónsson
Benedikt Stefánsson.
Ólafur Ögmundsson.
Ragnar Einarsson.
Arngrímur Pálmason.
Þorgeir Yngvason.
Gústaf Grönvold
Heimild: https://www.facebook.com/groups/rettlaeti/permalink/597413590272156/ 

Guðbjörn Jónsson.
http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/

 

Þessir eru til en hafa ekki sagt af eða á um framboð: 

14. Bjartsýnisflokkurinn - E listi
Einar Gunnar Birgisson.
http://ja.is/hradleit/?q=birkimel%208b%2C%20107%20reykjav%C3%ADk
http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6402120470
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/25/bjartsynisflokkurinn_i_ovissu/
Skráð heimilsisfang hjá RSK, Birkimel 8b, Einar Gunnar skráður á sama heimilisfang.

 15. Lýðræðishreyfingin - P listi
Ástþór Magnússon.
http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/image/766638/


Þessi hefur lýst því yfir að flokkurinn ætli ekki í framboð:

16. Samstaða - C listi
Lilja Mósesdóttir, formaður:
http://smugan.is/2013/02/samstada-bydur-ekki-fram/
Heimasíða: http://www.xc.is/

 

Samantekt:

17 stjórnmálaflokkar.

12 ætla í framboð.

2   hafa sameinast um einn lista (reyndar 3 en nafnaskipti urðu á Borgarahreyfingu og Dögun). 

2   hafa hvorki sagt af eða á.

1   hefur lýst því yfir að hann fari ekki í framboð. 

8   hafa lýst yfir einstaklingsframboði.

Af skráðum formönnum, talsmönnum, forsvarsmönnum og einstaklingsframboðum eru 30 karlar og 2 konur!  

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband